Birna Íris Jónsdóttir

Birna Íris er eigandi og ráðgjafi hjá Fractal ráðgjöf. Hún er reynslumikill leiðtogi í upplýsingatækni með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá HÍ og MBA frá HR. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á stjórnun upplýsingatæknimála, allt frá þjónustuborði og rekstri til hugbúnaðarþróunar og gagnavinnslu, hjá Sjóvá og Högum með góðum árangri. Þar áður var hún deildarstjóri UT útlána hjá Landsbankanum.

Gildi Birnu Írisar eru heilindi, fagmennska og eldmóður og hefur hún þessi gildi að leiðarljósi í lífi og starfi.


Nafnið Fractal vísar til þess að hvert og eitt okkar er einungis brot af heildarmyndinni. Þegar mörg brot koma saman verður til eitthvað magnað. Fractal er hugtak úr stærðfræði og hvetjum við til þess að leita að myndum um hugtakið. Fractals geta myndað svo falleg mynstur í náttúrinni okkar.

Seinni hluti FracTAL vísar í tal eða samtal. Sú vísun leggur áherslu á hversu mikilvægt er fyrir okkur að tala saman, byggja upp sameiginlegan skilning á þeim viðfangsefnum sem við tökumst á við hverju sinni.

Ef vel er horft á merkið okkar má sjá þar f fyrir fractal og svo talblöðruna fyrir samtalið.


Fractal ráðgjöf ehf. | Kt. 591020 0130 | VSK. 139101 | fractal@fractalradgjof.is