Stjórnendaráðgjöf í upplýsingatækni

Við hjá Fractal ráðgjöf veitum stjórnendum fyrirtækja og stofnana alhliða ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Við sérhæfum okkur í:

  • Samninga- og birgjastjórnun, utanumhald og rýni samninga á sviði upplýsingatækni auk ráðgjafar á stjórnun sambands og samskipta við birgja/þjónustuaðila
  • Verkefnaskrá, forgangsröðun, virðismat og stýring verkefnaskrár til að tryggja að unnið sé að verkefnum sem styðja við stefnu fyrirtækisins
  • Stefnumótun á sviði upplýsingatækni og stafrænnar þróunar
  • Stjórnskipulag upplýsingatækni s.s. teymaskipting og verkefnavinna
  • Þarfagreiningar, mat og ákvarðanir stefnu hvað varðar úthýsingu reksturs og verkefna vs. innhýsingu

Til baka