Stjórnenda- og starfsmannaþjálfun
Í gegnum tíðina höfum við hjá Fractal ráðgjöf viðað að okkur alls kyns tólum og tækjum til að skipuleggja okkar vinnu, auka framleiðni, finna betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs og almennt að auka ánægju lífsins. Í þessari þjónustuveitingu veitum við persónulega ráðgjöf og vinnum náið með stjórnendum og/eða starfmönnum í markmiðasetningu og skipulagi, bæði faglega og í einkalífinu.